Mini-Logo skrúfusett 1″ (Phillips)
Skrúfusett frá Mini-Logo (8 svartar skrúfur og 8 silfraðar rær).
1,00″ langar skrúfur sem henta fyrir venjuleg bretti eða bretti með litlum hækkunarpúðum.
Phillips haus (fyrir stjörnuskrúfjárn).
600 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
Mini-Logo er hluti af SkateOne samstæðunni sem á og framleiðir m.a. Powell-Peralta og öll Bones merkin. Mini-Logo er hagkvæmi armur samsteypunnar og býður upp á vörur á lægra verði. Það þýðir þó ekki að eitthvað sé gefið eftir í gæðum því vörurnar eru framleiddar eftir ströngum gæðastöðlum og sem dæmi þá eru Mini-Logo brettaplöturnar lagaðar eftir sömu mótum og Powell-Peralta plöturnar hafa verið mótaðar eftir til fjölda ára. Mini-Logo öxlarnir eru þar að auki einu öxlarnir sem SkateOne framleiðir og það segir allt um gæði þeirra.
Mini-Logo eru frábærar vörur á geggjuðu verði og það verður enginn svikinn af þeim!