Því miður eru ekki margir innanhúss brettagarðar á Íslandi 🙁
Bæjarfélög landsins eru langt frá því að sýna hjólabrettamenningunni þá athygli sem hún á skilið. Þegar eitthvað er svo gert þá er það utanhúss og oftast í formi „plástra“ til að leysa lítinn hluta af vöntuninni sem er til staðar. Oftast er það ekki einu sinni gert í samráði við hjólabrettasamfélagið.
Það er samt um að gera að njóta þess sem er þó til staðar. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá brettagarða sem eru á landinu.