Því miður eru ekki margir innanhúss brettagarðar á Íslandi 🙁
Bæjarfélög landsins eru nefnilega langt frá því að sýna hjólabrettamenningunni þá athygli sem hún á skilið! Þegar eitthvað er svo loksins gert þá er það utanhúss og oftast í formi „plástra“ til að leysa lítinn hluta af þörfinni sem er til staðar. Oft ekki einu sinni í samráði við hjólabrettasamfélagið.
Það er í raun til skammar hvað Ísland er langt á eftir löndum sem við berum okkur venjulega saman við. Innigarðar eru af skornum skammti og flestir útigarðar eru litlir, illa gerðir og úr sér gengnir.
Við hvetjum því alla til að láta í sér heyra og þrýsta á borgar- og bæjarstjóra, borgar- og bæjarfulltrúa og aðra innan síns nærsamfélags sem hafa eitthvað um málið að segja.
Á meðan er samt um að gera að njóta þess sem þó er til staðar. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá brettagarða sem eru til staðar á Íslandi.