fbpx

Brettastaðir innanhúss

Því miður eru ekki margir innanhúss brettagarðar á Íslandi 🙁

Bæjarfélög landsins eru langt frá því að sýna hjólabrettamenningunni þá athygli sem hún á skilið. Þegar eitthvað er svo gert þá er það utanhúss og oftast í formi „plástra“ til að leysa lítinn hluta af vöntuninni sem er til staðar. Oftast er það ekki einu sinni gert í samráði við hjólabrettasamfélagið.

Það er samt um að gera að njóta þess sem er þó til staðar. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þá brettagarða sem eru á landinu.

Braggaparkið (Akureyri)

Braggaparkið var sett á laggirnar af engum öðrum en Eika Helgasyni sem er vel þekktur snjóbretta- og hjólabrettagaur, en nafnið er tilkomið af þeirri staðreynd að garðurinn er staðsettur í tveimur sambyggðum gömlum bröggum. Aðstaðan er til fyrirmyndar og hefur verið vandað til við alla smíði og hugsun á bakvið uppsetningu garðsins.

Garðurinn er tvískiptur, öðru megin er almenn aðstaða með römpum og handriðum og slíku en hinum megin er glæsileg brettaskál sem er jafnframt sú eina á landinu. Reglulega eru haldin námskeið á vegum Braggaparksins fyrir byrjendur og lengra komna.

Heimilisfang Laufásgata 1, 600 Akureyri
Sími 847-8598
Netfang braggaparkid@gmail.com

Vefsíða www.braggaparkid.is
Facebook Braggaparkið
Instagram @braggaparkid

Google maps staðsetning

Brettafélag Hafnarfjarðar (Hafnarfjörður)

BFH rekur víðtæka og góða starfsemi í Hafnarfirði og þar á meðal lítinn en glæsilegan brettagarð í gömlu slökkvistöðinni í bænum. Garðurinn er fjölbreyttur og allir geta notið þess sem hann hefur upp á að bjóða óháð getustigi.

Það eru opnir tímar hjá BFH fyrir alla og er þeim skipt eftir greinum, þ.e. hjólabretti á ákveðnum tímum og svo hlaupahjól og BMX hjól á öðrum tímum. Félagið heldur einnig úti frábæru skipulögðu starfi með reglulegum námskeiðum.

Heimilisfang Selhella 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 837-7220
Netfang bfh@bfh.is

Vefsíða www.bfh.is
Facebook Brettafélag Hafnarfjarðar
Instagram @brettafelag

Google maps staðsetning

Jaðar (Reykjavík)

Hjá Jaðar er stór brettagarður með blöndu af allskonar pöllum, handriðum og öðrum hlutum. Hentar getustigi allra.

Heimilisfang Dugguvogur 8, 104 Reykjavík

Því miður hefur engin almenn starfsemi verið í húsnæðinu, þó aðstaðan sé vissulega til staðar. Það getur því verið erfitt að komast að inn í húsið.

Google maps staðsetning