fbpx

Skiptir herslan á dekkjunum máli?

Já, það skiptir máli! Það sem við erum fyrst og fremst að meina er að það skiptir máli hversu mikið þú herðir róna á öxlinum til að festa dekkin á öxulinn (eins og gaurinn er að gera á myndinni hér að ofan).

Tilhneigingin hjá mörgum er að herða róna alltof mikið þannig að hún liggi mjög þétt upp að legunum í dekkjunum. Það sem gerist þá er að róin þrýstir svo mikið á legurnar að þær ná ekki að snúast eðlilega eins og þær eiga að gera, sem þýðir að dekkin ná ekki að snúast eins hratt og þau ættu að gera og þú rúllar alltof hægt á brettinu, sem er glatað! Einnig munu legurnar sennilega skemmast fyrr en ella.

Rétta leiðin er að herða róna þangað til hún fer þrýstist létt upp að legunum en svo skrúfa hana örlítið til baka svo hún þrýsti ekki of mikið á legurnar. Besta mælingin á réttu stillinguna er að taka aðeins í dekkin og prufa að hreyfa þau til hliðar. Það á að vera smá „leikur“ í dekkjunum þannig að það sé eins og þau séu pínu laus, þó ekki of mikið. Ef þau hreyfast ekki neitt þá er gott að losa róna aðeins meira en ef þau hreyfast mjög mikið þá er gott að herða róna aðeins meira – sem sagt stilla róna af þannig að hægt sé að hreyfa dekkin örlítið til.

MIKILVÆGT – það á alltaf að nota litlu skinnurnar sem fylgja á hjólabrettaöxlum. Það eru tvær skinnur fyrir hvert dekk og á ein skinna að vera sitt hvoru megin við hvert dekk. Það tryggir að álagið á legurnar frá öxlinum og rónni lendir á réttum stað á legunum sem auðveldar þeim að snúast og endast lengur.

VALKOSTUR – Til að tryggja ennþá betur rétt álag á legurnar er sniðugt að verða sér út um speisara (e. spacers) sem fara inn í dekkin á milli leganna. Stundum fylgja þeir með nýjum legum en einnig er hægt er að kaupa speisera hjá okkur HÉR.

VALKOSTUR – Til að auðvelda sér lífið ættu allir að eiga skeit verkfæri (e. skate tool) en þau eru sérhönnuð til að passa á allar skrúfur og rær á hjólabrettum og því eina verkfærið sem þarf. Hægt er að kaupa svoleiðis hjá okkur HÉR.

Sjá meiri fræðslu um legur hjá okkur HÉR

Sjá meiri fræðslu um dekk hjá okkur HÉR

Sjá meiri fræðslu um öxla hjá okkur HÉR