Sour Albert Ventura 8.00″ (sérsamsett)
Viltu taka hlutina skrefi lengra!?
Að koma sér upp alvöru bretti frá grunni getur verið dýrt. Því tökum við stundum upp á því að setja saman bretti þar sem við veljum gæða íhluti úr búðinni okkar og búum til hörku bretti sem atvinnuskeitarar væru stoltir af að renna sér á, og bjóðum þau á lægra verði. Sannkölluð samfélagsþjónusta!
Þetta bretti myndi venjulega kosta 31.890 kr. en við seljum það á 19.900 kr. sem er sama verð og á byrjendabretti.
Hentar vel fyrir þá sem eru lengra komnir, en líka fyrir byrjendur eða þá sem hafa verið á byrjendabretti en vilja taka næsta skref.
Þetta bretti getur hentað fyrir alla frá ca. 8 ára og upp úr. Hægt er að fræðast nánar um samsett bretti og hvaða stærðum við mælum með í fræðslunni hjá okkur.
Brettið er sett saman úr eftirfarandi hlutum:
– SOUR Albert Ventura plata 8.00″
– Ace AF1 öxlar 7.75″
– Haze Wheels Death on Acid dekk 51 mm. 101A
– Cortina legur
– Mini Logo sandpappír
– Zupply skrúfur svartar með 2 silfurlituðum skrúfum
19.900 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
Barcelona er hjólabrettahöfuðborg Evrópu. Sour Solution á einmitt rætur sínar að rekja þangað þrátt fyrir að vera í eigu og rekið af Skandinövum (þú veist, fólki frá Skandinavíu). Þeir stofnuðu Sour eftir að hafa verið hjá Sweet Skateboards um árabil en hætt þar eftir ýmsar áherslu- og stjórnendabreytingar sem þeim hugnaðist ekki. Sniðugt nafn líka, súrt og sætt skilurðu
Ace Trucks var stofnað af Joey Tershay og Steve Ruge árið 2006 en þeir eru báðir hoknir af reynslu innan hjólabrettagreinarinnar. Eina markmiðið var að búa til hágæða öxla fyrir skeitara og það hefur skilað sér í því að margir af bestu og frægustu hjólabrettaköppum heims nota Ace öxla í dag.
Haze wheels er franskt hjólabrettamerki sem var stofnað af Bertrand Soubrier árið 2010. Merkið er 100% sjálfstætt, búið til af skeiturum fyrir skeitara. Engir peningasjóðir, ekkert risa vöruhús og enginn ritari en fullt af ástríðu og vilji til að gera hlutina eins og á að gera þá. Bertrand treystir hönnuðinum Func’88 fyrir allri listsköpuninni. Þeir segjast ætla að halda áfram svo lengi sem aðrir skeitarar styðji við bakið á þeim og þetta sé bara byrjunin…..
Cortina er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í hjólabrettalegum í hæsta gæðaflokki. Þær eru prófaðar og samþykktar af skeiturum eins og Na-Kel Smith, Elijah Berle, Kyle Walker, Kevin Bradley, Casper Brooker, Tristan „T-Funk“ Funkhouser, Kyron Davis og Mike Arnold.
Það er óhætt að segja Zupply með þykkum þýskum hreim því fyrirtækið er þýskt og framleiðir góðar hjólabrettavörur á góðum verðum. Zupply einbeitir sér að fylgihlutum eins og skrúfum, dekkjum og sandpappír og gerir það vel. Það fokkar enginn í þýska stálinu!