fbpx

Rekstraraðili Regular.is

Regular ehf.
Hveralind 5
201 Kópavogur
Kt. 451120-0500

Sími 844-4403
Netfang regular@regular.is
Vefsíða https://www.regular.is

Hafi viðskiptavinir ábendingar, kvartanir eða vilja af öðrum ástæðum hafa samband við Regular.is/Regular ehf. þá skal það gert með skriflegum hætti með tölvupósti á ofangreint netfang rekstraraðila.

 

Verð

Regular áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara. Sé verð skráð með röngum hætti, svo sem vegna innsláttarvillu, þá áskilur Regular sér rétt til að hætta við pantanir sem hafa verið gerðar skv. þeim verðum og endurgreiða viðskiptavinum hafi greiðsla farið fram (ásamt mögulegum greiðslu- og sendingarkostnaði sem viðskiptavinur hefur orðið fyrir).

Öll verð sem gefin eru upp á vörum eru heildarverð vöru, fyrir utan mögulegan sendingarkostnað og/eða greiðslukostnað eftir atvikum.

Regular ehf. er ekki skráð á virðisaukaskattskrá og því er enginn virðisaukaskattur tilgreindur, hvorki í verslun né á útgefnum reikningum til viðskiptavina.

 

Greiðslur og sendingarkostnaður

Þær greiðsluleiðir sem eru í boði í vefverslun Regular.is eru tilgreindar í pöntunarferlinu hverju sinni.  Hægt er að velja um að greiða með millifærslu inn á bankareikning Regular ehf., fá stofnaða kröfu til greiðslu á kennitölu viðskiptavinar í netbanka (án kostnaðar) eða greiða með í gegnum Aur appið. Í Aur appinu er hægt að skrá og greiða bæði með debit- og kreditkortum.

Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu koma upplýsingar fram í pöntunarferli og á pöntunarstaðfestingu um bankaupplýsingar Regular ehf. (Reikningsnúmer 0537-26-005961, kt. 451120-0500). Framkvæma skal millifærsluna innan 24 klukkustunda frá pöntun og senda millifærslukvittun á regular@regular.is. Berist greiðsla ekki innan þess tíma er pöntun álitin ógild og felld niður.

Ef óskað er eftir að fá stofnaða kröfu í netbanka viðskiptavinar er krafa sjálfkrafa stofnuð í gegnum bókhaldkerfi Regular ehf. sem er Payday og krafan þannig stofnuð í viðskiptabanka Regular ehf. sem er Íslandsbanki. Ekki er kostnaður við að fá stofnaða kröfu en viðskiptavini ber að kynna sér kostnað sem getur fallið til vegna ógreiddra krafna eftir gjalddaga. Gjalddagi krafna er sami dagur og pöntun er gerð/krafan er stofnuð, og eindagi er einum degi eftir að pöntun er gerð/krafan er stofnuð. Hafi greiðsla ekki átt sér stað innan 24 tíma frá stofnun kröfu þá áskilur Regular ehf. sér rétt til að ógilda pöntun og fella niður kröfuna.

Ef greitt er með kortum í gegnum Valitor er viðskiptavinur fluttur á sérstaka greiðslusíðu Valitor þegar kemur að greiðslu í pöntunarferlinu. Greiðslur eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Valitor þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Regular ehf. fær því aldrei kortaupplýsingar eða aðrar upplýsingar í tengslum við kortagreiðsluna, heldur eingöngu staðfestingu frá Valitor um að greiðsla hafi verið heimiluð.

Sendingarkostnaður er tilgreindur sérstaklega í pöntunarferli og getur verið breytilegur eftir því hvaða sendingarleið viðskiptavinur velur. Sendingarkostnaður leggst ofan á samtölu vöruverðs þeirra vara sem liggja til grundvallar hverrar pöntunar. Regular ehf. tekur ekki ábyrgð á því ef ekki reynist unnt að afhenda vöru heim að dyrum viðskiptavinar.

Frí heimsending er á pöntunum ef verslað er fyrir 25.000 krónur eða meira, nema annað komi sérstaklega fram í pöntunarferlinu.

Pantanir eru ekki afgreiddar og vörur ekki afhentar fyrr en staðfesting á greiðslu liggur fyrir með sannanlegum hætti.

 

Afhending

Afgreiðslutími pantana frá Regular ehf. eftir að pöntun berst er 1-3 virkir dagar, en við það getur bæst sendingartími flutningsaðila eftir atvikum.

Boðið er upp á eftirfarandi sendingarleiðir:
Sækja vörur á afgreiðslustað Regular.is í 201 Kópavogi (frítt)
– Heimsending með Póstinum (1.290 kr.)
– Fá vörur sendar á pósthús Póstsins (930 kr.)
– Fá vörur sendar í póstbox Póstsins (850 kr.)

Ef pöntun er sótt á afgreiðslustað Regular ehf. eða um beina heimsendingu án milligöngu flutningsaðila að ræða er það gert skv. samkomulagi viðskiptavinar og Regular um tímasetningu.

Sé vara ekki til á lager mun Regular hafa samband við viðskiptavin og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða bjóða aðra sambærilega vöru í staðinn, ellegar endurgreiða viðskiptavini vöruna sé þess óskað án kostnaðar.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja viðeigandi sendingarleið við pöntun. Viðskiptavinur skal bera allan kostnað samfara því að leiðrétta þurfi ranglega skráðar upplýsingar eða sendingarleið eða senda vöruna aftur.

Áhætta af söluhlut flyst yfir til neytenda þegar hann hefur veitt honum viðtöku sbr. 14. gr. laga um neytendakaup nr. 48/2003.

 

Vöruskil og gallaðar vörur

Vöruskil
Almennur skilaréttur er 14 dagar frá móttöku viðskiptavinar á vörunni. Hægt er að skipta í aðra vöru eða fá vöruna endurgreidda með sama hætti og greitt var fyrir vöruna (ef greitt með kreditkorti þá er eingöngu hægt að fá endurgreitt inn á sama kort og var notað til vörukaupanna).

Skilyrði þess að skila vöru er að varan sé ónotuð og enn óupptekin í upprunalegum umbúðum án þess að innsigli hafi verið rofin sé slíkt til staðar. Kaupandi er ábyrgur fyrir mögulegri rýrnun á verðgildi vörunnar á meðan hún er í hans vörslu, eins og ákvarðað er af seljanda við skoðun vörunnar sem fer fram til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni vörunnar. Seljandi áskilur sér rétt til að skoða vöruna í þessum tilgangi, þó innan eðlilegra tímamarka, og í þeim tilfellum þar sem rýrnun á verðgildi hefur orðið þá er viðskiptavini tilkynnt um það og rýrnun dregin frá endurgreiðsluupphæð eða verðmæti vörunnar upp í aðrar vörur.

Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur og kaupandi ber ábyrgð á vörunni þar til hún hefur borist Regular ehf. Vöruna skal senda á ofangreint heimilisfang Regular.

Kaupandi getur komið ósk um skil eða skipti á vöru á framfæri við Regular ehf. skriflega með tölvupósti á netfangið regular@regular.is. Einnig getur kaupandi nýtt sér staðlað eyðublað sem finna má á slóðinni https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/435-2016

Gölluð vara
Telji kaupandi um galla í vöru að ræða skal hann koma því skriflega á framfæri við Regular ehf. með tölvupósti á netfangið regular@regular.is með upplýsingum og lýsingu um meintan galla. Nauðsynlegt er að vanda lýsinguna og senda myndir ef svo ber undir hjálpi það til við að lýsa hinum meinta galla.

Sé galli sannanlega til staðar er viðskiptavinum boðin ný vara sömu tegundar í staðinn, eða sambærileg vara sem viðskiptavinur samþykkir að fá í staðinn. Allur sendingarkostnaður í tengslum við skil á gölluðum vörum og móttöku viðskiptavinar á nýjum vörum í staðinn er greiddur af Regular ehf. Kjósi viðskiptavinur frekar að fá endurgreitt vegna vörunnar er sú endurgreiðsla framkvæmd svo fljótt sem auðið er með sama greiðsluhætti og greitt var með fyrir vöruna.

Tilkynningarfrestur kaupanda vegna galla í vöru er almennt tvö ár en getur verið lengri ef hluti er ætlaður lengri endingartími en almennt er sbr. laga um neytendakaup. Að öðru leyti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003 um réttindi neytenda.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila nema skyldu beri til að gera það skv. lögum. Þó ber að hafa í huga að nauðsynlegt kann að vera að nýta upplýsingar eins og nafn og heimilisfang til að uppfylla afhendingu vörunnar í gegnum þriðja aðila.

Öll umferð um vef Regular.is er dulkóðuð skv. HTTPS staðli.

 

Vafrakökur

Með því að nota vefsíðu Regular.is samþykkir þú notkun á vafrakökum.

Vafrakökur eða „cookies“ eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. Vefurinn notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú setur í körfuna þína, hvernig fyrri pantanir þínar voru og til að kynna þig fyrir vörum sem gætu vakið áhuga þinn.

Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þínum þörfum og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þeim.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að samþykkja hvert tilvik.

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á www.AboutCookies.org. Með því að slökkva á vafrakökum getur þó verið að vefurinn virki ekki eins og hann var hannaður til og upplifun þín af honum verði ekki eins og til var ætlast.

 

Höfundarréttur

Allt efni sem birt er á vefsíðunni https://www.regular.is, í tölvupóstum frá léninu regular.is og á samfélagsmiðlareikningum Regular.is, svo sem texti, myndir, merki, lógó, grafík og annað sambærilegt er í eigu Regular ehf./Regular.is

 

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugi það ekki til verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum eða nánar tiltekið Héraðsdómi Reykjavíku.