Loading cart contents...
Hjólabretti geta verið eins einföld eða flókin og fólk vill. Sumir spá endalaust í smáatriðum og hverjum einasta hlut en aðrir geta bara rennt sér á hverju sem er án þess að spá neitt í neinu.
Það er samt gaman og gagnlegt að vita það helsta og þekkja þá hluti sem hjólabretti eru sett saman úr. Það eykur líkurnar á að við skiljum hvernig mismunandi hlutir virka og hvernig þeir vinna saman, þannig að við getum sett upp hið fullkomna bretti sem hentar okkur.
Þess vegna erum við búin að taka saman allar helstu upplýsingar um mismunandi hluta hjólabrettisins.