Mini-Logo legur
Sett af 8 legum frá Mini-Logo.
Mjög líklega bestu kaupin í legum á markaðnum í dag, þar sem mikil gæði fást fyrir lítinn pening. Mini-Logo er hluti af Powell-Peralta samstæðunni sem framleiðir m.a. Bones legurnar, þannig að þau vita svo sannarlega hvað þau eru að gera.
Svartar gúmmíhlífar eru báðum megin á legunum, sem hindrar að óhreinindi komist inn í legurnar. Auðvelt að taka hlífarnar af til að þrífa og smyrja legurnar.
2.750 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
Mini-Logo er hluti af SkateOne samstæðunni sem á og framleiðir m.a. Powell-Peralta og öll Bones merkin. Mini-Logo er hagkvæmi armur samsteypunnar og býður upp á vörur á lægra verði. Það þýðir þó ekki að eitthvað sé gefið eftir í gæðum því vörurnar eru framleiddar eftir ströngum gæðastöðlum og sem dæmi þá eru Mini-Logo brettaplöturnar lagaðar eftir sömu mótum og Powell-Peralta plöturnar hafa verið mótaðar eftir til fjölda ára. Mini-Logo öxlarnir eru þar að auki einu öxlarnir sem SkateOne framleiðir og það segir allt um gæði þeirra.
Mini-Logo eru frábærar vörur á geggjuðu verði og það verður enginn svikinn af þeim!