BFH 2.0 opnar!

Síðustu ár hefur verið unnið frábært starf hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar. Þau hafa boðið upp á góða aðstöðu og verið með námskeið, opna tíma og annað sem hefur staðið hjólabrettaiðkendum til boða óháð aldri og getustigi.

Hafnarfjarðarbær hefur stutt dyggilega við bakið á félaginu og nú hefur félagið í samvinnu við bæinn opnað á nýjum stað í mun stærri og ennþá betri aðstöðu.

Þetta er aðstaða á heimsmælikvarða svo það er um að gera fyrir skeitara á öllum aldri að fara og prufa!

Sjá nánar um brettastaði innanhúss hér og hjólabrettaskóla hér.