fbpx

Loksins: The Sour Solution III

Regular.is er stoltur samstarfsaðili Sour Solution

Barcelona er hjólabrettahöfuðborg Evrópu og hjólabrettafyrirtækið Sour Solution á einmitt rætur sínar að rekja þangað, þrátt fyrir að vera í eigu og rekið af Skandinövum (þú veist, fólki frá Skandinavíu). Þeir stofnuðu Sour eftir að hafa verið hjá Sweet Skateboards um árabil en hætt þar eftir ýmsar áherslu- og stjórnendabreytingar sem þeim hugnaðist ekki. Sour framleiðir fyrst og fremst brettaplötur, en líka fatnað og ýmsa auka- og fylgihluti. Allt framleitt í Evrópu.

Sour teymið hefur ekki verið nógu duglegt síðustu ár að gefa út ný skeitmyndbönd, en þegar þeir hafa gert það þá hafa þau verið geggjuð. Stærstu myndböndin þeirra eru The Sour Solution I og II og nú er svo loksins komið að The Sour Solution III sem við hvetjum alla til að kíkja á hér fyrir neðan!

Það eru margir geggjaðir evrópskir skeitarar sem skeita fyrir Sour:

Tom Snape

Oscar Candon

Simon Isaksson

Gustav Tønnesen

Nisse Ingemarsson

Josef Scott Jatta

Martin Sandberg

Koffe Hallgren

Daniel Spängs

Albert Nyberg

Erik J Pettersson

Barney Page

Vincent Huhta

Allavega, Sour er einmitt með flotta búð í Barcelona svo það er um að gera að heimsækja þau þegar þú ert á ferðinni. Heimilisfangið er Calle Teodor Bonaplata 3, 08004, Poble Sec, Barcelona.