Fyrstu hjólabrettin voru í alvörunni ekkert meira en bara spýtubútur sem búið var að festa dekk á. Dekkin voru fyrst búin til úr stáli og örstutt á milli þeirra, þannig að það er hægt að ímynda sér hversu erfitt var að halda jafnvægi og hversu óþægilegt það var að renna sér á þeim.
Þetta var um miðja síðustu öld. Seinna meir komu leirdekk til sögunnar en það var ekki fyrr en um 1975 sem plastdekkin sem við þekkjum í dag urðu til og breyttu hjólabrettaheiminum algjörlega. Í kjölfarið hófst mikil þróun á hjólabrettinu og öllum hlutum þess sem skilaði okkur hjólabrettinu eins og við þekkjum það í dag.