Hjólabrettalegur eru það sem allt snýst um… bókstaflega því það eru legurnar sem gera dekkjunum kleyft að snúast um öxlana og rúlla brettinu áfram.
Hjólabrettalegur eru svokallaðar kúlulegur en kúlulegur eru ekki bara notaðar í hjólabretti. Þær eru almennt notaðar í allskonar hluti, allt frá fidget-spinnerum, sippuböndum, hjólaskautum og í allskonar vélar og tæki þar sem hlutir þurfa að snúast.