Einhverra hluta vegna hefur sú hefð skapast að vera ekki með öryggisbúnað á hjólabrettum. Enginn hjálmur, engar hlífar, ekki neitt. Það segir sig því eiginlega sjálft að ef eitthvað fer úrskeðis þá getur það orðið ansi vont og jafnvel hættulegt.
Sumum finnst ekki svalt að vera með öryggisbúnað, sumum finnst óþægilegt að vera með öryggisbúnað. Sumir segja líka að það sé óþægilegt en finnst það í rauninni bara ekki svalt!
Skoðaðu Hall of Meat myndböndin hjá Thrasher Magazine til að sjá alla bestu skellina á einum stað. Það gæti fengið þig til að endurhugsa málið.