fbpx

Afhendingar á vörum

Afgreiðslutími pantana frá Regular ehf. eftir að pöntun berst er 1-3 virkir dagar, en við það getur bæst sendingartími flutningsaðila eftir atvikum.

Boðið er upp á eftirfarandi sendingarleiðir:
– Sækja vörur á afgreiðslustað Regular.is í 201 Kópavogi (frítt)
– Heimsending með Póstinum (1.290 kr.)
– Fá vörur sendar á pósthús Póstsins (930 kr.)
– Fá vörur sendar í póstbox Póstsins (850 kr.)

ATH! frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað fyrir meira en 5.000 kr. og frí heimsending út á land með Póstinum ef verslað er fyrir meira en 20.000 kr.

Ef pöntun er sótt á afgreiðslustað Regular eða um beina heimsendingu frá Regular er að ræða án milligöngu flutningsaðila er það gert skv. samkomulagi viðskiptavinar og Regular um tímasetningu. Sjálfsagt er að koma með óskir um tímasetningar í gegnum athugasemdir/skilaboð í pöntunarferlinu eða með tölvupósti, á Facebook eða Instagram.

Sé vara ekki til á lager mun Regular hafa samband við viðskiptavin og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða bjóða aðra sambærilega vöru í staðinn, ellegar endurgreiða viðskiptavini vöruna sé þess óskað.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að gefa upp rétt heimilisfang og velja viðeigandi sendingarleið við pöntun. Viðskiptavinur skal bera allan kostnað samfara því að leiðrétta þurfi ranglega skráðar upplýsingar eða sendingarleið eða senda vöruna aftur.

Áhætta af söluhlut flyst yfir til neytenda þegar hann hefur veitt honum viðtöku sbr. 14. gr. laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Hjólabrettadekkið sem sér um sendingar