ACE hækkunarpúðar 1/8″
Hækkunarpúðar frá ACE sem passa undir flesta öxla. Nauðsynlegir fyrir þá sem vilja auka aðeins bilið á milli dekkja og brettaplötu til að minnka líkurnar á dekkjabiti.
Þykktin er 1/8″ (um það bil 3,2 mm.). Hægt er að stafla 2 eða fleiri púðum saman til að fá meiri hækkun.
Koma í settum (2 í pakka).
Original price was: 890 kr..500 kr.Current price is: 500 kr..
Varan er til á lager
Meira um vöruna
Ace Trucks var stofnað af Joey Tershay og Steve Ruge árið 2006 en þeir eru báðir hoknir af reynslu innan hjólabrettagreinarinnar. Eina markmiðið var að búa til hágæða öxla fyrir skeitara og það hefur skilað sér í því að margir af bestu og frægustu hjólabrettaköppum heims nota Ace öxla í dag.