ACE AF1 77 polished 9.5″ (sett)
ACE AF1 – tækni morgundagsins, fáanleg í dag!
AF1 öxlarnir eru ný kynslóð af premium öxlum frá ACE sem bjóða upp á frammistöðu sem breytir leiknum. Öll smáatriði hafa verið rýnd ofan í kjölinn og endurbætt, en á sama tíma haldið í þau grundvallaratriði sem hafa gert ACE öxlana svo fræga.
AF1 hafa verið mörg ár í þróun og eru framleiddir eftir ströngustu gæðakröfum, sem hefur skilað sér í 70% meiri styrk í öxulgrindinni sem gerir þá að sterkustu steyptu öxlum á markaðnum – hvorki meira né minna!
Rærnar á AF1 eru sjálfþræðandi, sem þýðir að þær laga skrúfganginn á öxlunum ef á þarf að halda með því einu að taka þær af og setja á. Auk þessi fylgir sérstök rauð ró sem er hægt að nota til að laga skrúfganga á þessum öxlum eða öðrum.
Helstu mál:
– Öxulbreidd 9.50″
– Hanger breidd 6.9″
– Hæð 53 mm.
– Þyngd 425 gr.
ATH! Öxlarnir eru eingöngu seldir í settum (tveir öxlar undir eitt bretti) og verðið miðast við settið.
12.900 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
Ace Trucks var stofnað af Joey Tershay og Steve Ruge árið 2006 en þeir eru báðir hoknir af reynslu innan hjólabrettagreinarinnar. Eina markmiðið var að búa til hágæða öxla fyrir skeitara og það hefur skilað sér í því að margir af bestu og frægustu hjólabrettaköppum heims nota Ace öxla í dag.