Vara uppseld

Powell Peralta rennur – rauðar

Þú slædar lengra og hraðar með rennum, auk þess að lengja lífið í brettaplötunni!

Rauður rennur (e. rails) frá Powell Peralta. Sett af 2 rennum saman í pakka. Skrúfur fylgja með.

14″ langar og passa á öll venjuleg bretti. Þær gera líka krúserinn sérstaklega flottan!

Vöruflokkur: Merki:

1.990 kr.

Vara uppseld

Meira um vöruna

Powell-Peralta er eitt stærsta og elsta hjólabrettamerki í heiminum sem ásamt Powell-Peralta framleiðir Mini-Logo, Bones og fleiri þekkt merki. Það var stofnað árið 1978 af George Powell og Stacy Peralta sem eru í dag nöfn á meðal þeirra þekktustu í hjólabrettasögunni. Fyrirtækið náði flugi á níunda áratugnum þegar hjólabrettagreinin var á miklu skriði og hélt meðal annars úti hinu þekkta „Bones Brigade“ teymi sem var samansett af sumum bestu hjólabrettaköppum þess tíma. Síðan þá hefur sagan verið farsæl og fyrirtækið staðið fyrir framleiðslu á klassískum hjólabrettavörum en á sama tíma kynnt sumar helstu tækninýjungar sem hafa rutt sér til rúms í hjólabrettaheiminum – t.d. með sterku „Flight“ brettunum sínum.