fbpx

Hjólabretti. Bakarí. Selfoss?

Við Austurveg 31 á Selfossi er bakarí. Ekki hvaða saklausa bakarí sem er heldur GK bakarí sem er eitt framsæknasta og fönký bakarí á landinu. Hefurðu heyrt um croissant fyllt með brúnu topping af sjónvarpsköku? Nei, sennilega ekki af því það hefur aldrei verið gert….. þ.e.a.s. ekki fyrr en strákarnir á GK bakaríi gerðu það! 🙂

En af hverju er hjólabrettasíða að skrifa um bakarí?

Bakarísdrengirnir á GK feta ekki troðnar slóðir. Þeir fengu þá geggjuðu hugmynd að hengja upp gamalt og flott hjólabretti í bakaríinu til að skreyta veggina aðeins og voru þess vegna að leita að góðri leið til að hengja brettið upp.

Þeir leituðu að sjálfsögðu til Regular.is eftir hugmyndum og enduðu með því að kaupa og nota Sk8ology veggfestingarnar sem eru sérstaklega hannaðar til að hengja upp hjólabretti og hjólabrettaplötur. Þetta er ein nettasta veggfestingin á markaðnum, sést nánast ekki neitt og lætur brettin „svífa“ á veggnum en ekki liggja upp við vegginn.

Guðmundur Helgi hjá GK bakarí:

„Upp á vegg í GK Bakarí hangir brettið sem kom nemanum okkar, Danna Ess, á brettabragðið. Við söfnum á það límmiðum frá fyrirtækjum sem standa okkur nærri (t.d. Ölverk Brugghús í Hveragerði sem við brugguðum bjór úr kanilsnúðunum okkar með árið 2020), podcöstum sem við viljum reppa ásamt límmiðum sem við sönkuðum að okkur í æsku. Einfalt veggskraut sem glæðir seturýmið götuanda ásamt því að gefa viðskiptavinum innsýn í okkar hugarheim, hvaðan við komum og hvernig fólki við umkringjum okkur með. Markmiðið er að þekja brettið alveg með tíð og tíma – og þegar það tekst þá er snjóbrettið sem smitaði Guðmund bakara af brettabakteríunni næst í röðinni. 
Brettið hangir að sjálfsögðu á fljótandi Sk8ology festingum frá Regular.is“

Við hvetjum alla til að koma við hjá GK bakarí á Selfossi og smakka það sem þeir hafa upp á að bjóða – allt bakkelsið hjá þeim er rugl gott!!!

GK bakarí á Facebook

GK bakarí á Instagram