Sk8ology veggfesting

Hjólabretti eru list sem á skilið að hanga uppi á vegg!

Sama hvort það er nýtt flott bretti með grafík sem þú fílar eða gamalt bretti sem þú elskar þá er þetta rétta festingin til að hengja þau upp.

ATH! ein festing dugar til að hengja eitt bretti lóðrétt upp. Til að hengja bretti upp lárétt þarf tvær festingar.

Vöruflokkar: , Merki:

1.790 kr.

Varan er til á lager

Meira um vöruna

Sk8ology er nettasta veggfestingin á markaðnum til að hengja upp hjólabretti. Hún er lítil og glær með tveimur málmskrúfum til að hengja brettið á þannig að það svífur á veggnum án þess að festingin sjáist mikið. Nú er ekkert sem stoppar þig í að hengja upp bretti inni í stofu, herbergi, skúr eða hvar sem er. Möguleikarnir eru endalausir!

ATHUGIÐ:

  • Aðeins þarf eina skrúfu í veginn til að setja upp hverja festingu (skrúfa og múrtappi fylgja með). Nota á bor nr. 6.
  • Ef götin á brettinu sjálfu passa ekki alveg á festinguna þá er gott að nota sama bor og notaður var í vegginn til að bora í gegnum götin á brettinu til að víkka þau örlítið.
  • Ef brettið er hengt lóðrétt er best að nota götin sem eru nær miðjunni á brettinu (ekki ytri götin).

LEIÐBEININGAR Á YOUTUBE: