Pakkadílarnir komnir í sölu!
Eitt helsta markmið okkar hjá Regular er að bjóða almennt upp á gæðavörur á sanngjörnum verðum – verðum sem geta keppt við það sem gengur og gerist erlendis að teknu tilliti til flutningskostnaðar og slíks. Auk þess þá leitumst við sérstaklega eftir því að kaupa ákveðnar vörur í magni frá okkar birgjum og samstarfsaðilum sem við fáum þá á ennþá betra verði fyrir vikið – og viljum skila því áfram til hjólabrettasamfélagsins hérna heima.
Sem hluta af þessari stefnu þá munum við setja upp í Brettasjoppunni hjá okkur svokallaða „pakkadíla“. Það eru fyrirfram samsettir pakkar af hjólabrettavörum frá okkur sem, með því að selja saman, við getum boðið á mun lægra verði en annars.
Þetta munu aldrei vera einhverjar óþarfa vörur eða eitthvað svoleiðis rugl til að lækka verðið, heldur verða þetta alltaf vörur sem eiga erindi við alla hjólabrettaiðkendur og nýtast þeim vel.
Við erum þegar byrjuð að setja pakkadíla inn í Brettasjoppuna og við hvetjum alla til að kíkja á þá með því að smella hér! Einnig er um að gera að fylgjast með reglulega því oft eru dílarnir í takmörkuðu magni.