Sour Solution eignast heimili á Íslandi
Barcelona er hjólabrettahöfuðborg Evrópu eins og allir vita. Sour Solution á einmitt rætur sínar að rekja þangað og er starfrækt þar þrátt fyrir að vera í eigu og rekið af Skandinövum (þú veist, fólki frá Skandinavíu).
Þeir stofnuðu Sour eftir að hafa verið hjá Sweet Skateboards um árabil en hætt þar eftir ýmsar áherslu- og stjórnendabreytingar sem þeim hugnaðist ekki. Sniðugt nafn líka, sætt og svo súrt skilurðu 🙂
Teymið hjá Sour samanstendur af:
Tom Snape
Oscar Candon
Simon Isaksson
Gustav Tønnesen
Nisse Ingemarsson
Josef Scott Jatta
Martin Sandberg
Koffe Hallgren
Daniel Spängs
Albert Nyberg
Erik J Pettersson
Barney Page
Vincent Huhta
Allavega, Sour er einmitt með flotta búð í Barcelona svo það er um að gera að heimsækja þau þegar þú ert á ferðinni. Skilaðu kveðju frá Regular!
Heimilisfangið er:
Calle Teodor Bonaplata 3
08004 Poble Sec
Barcelona.
Sour framleiðir fyrst og fremst brettaplötur, en líka fatnað og ýmsa auka- og fylgihluti. Allt framleitt í Evrópu.
Við erum stolt af því að vera samstarfsaðili Sour!