fbpx
Sagan á bakvið Regular Joe

Sagan á bakvið „Regular Joe“

Af þeim sem komu að vinnslu Regular.is er einn aðili sem þarf að fá sérstakar þakkir og hrós – en það er gaurinn sem hannaði og teiknaði merki Regular.

Í undirbúningsvinnunni var Óðinn (eigandi Regular) með mjög ákveðnar hugmyndir um efni og útlit sem þyrfti að vera á lógói og nafni vefsíðunnar. Sem mikill aðdáandi gömlu frægu brettagrafíkanna og þá sérstaklega vinnu Jim Phillips fyrir Santa Cruz á sínum tíma (halló, öskrandi höndin til dæmis!) þá var eiginlega borðleggjandi að lógóið þyrfti að vera einhverskonar skeitara fígúra í þeim stíl. Að sjálfsögðu kom svo ekkert annað til greina en að hafa nafnið sjálft í graffiti stíl.

Þá var að finna einhvern til að teikna eftir hugmyndunum og helst einhvern sem væri kunnugur vinnu og útliti Jim Phillips. Óðinn var lengi búinn að fylgjast með frönskum listamanni sem heitir Joe La Bousille á samfélagsmiðlum en það er listamaður sem sérhæfir sig í hönnun og ásetningu húðflúra sem oftar en ekki eru í anda Jim Phillips, Kustom Kulture og Suicidal Tendencies. Úr varð að henda á hann línu til að sjá hvort hann væri til í þetta og viti menn – honum leist drulluvel á þetta og var meira en til!

Verkefnið var eðlilega unnið í fjarvinnu og hugmyndum og drögum kastað á milli þar til allt small eins og flís við rass – eða eins og Joe hefur örugglega sagt: „Voilá!“

Ánægjan með fígúruna var svo mikil að hún varð að sjálfsögðu að fá nafn. Það kom eiginlega af sjálfu sér – vefsíðan heitir Regular og gaurinn sem hannaði fígúruna heitir Joe og því skyldi þetta vera „Regular Joe“!

Regular Joe verður bráðum prentaður á stóra 10×10 cm. gæða vínyl límmiða sem munu í framtíðinni fylgja með seldum vörum frá Regular.is.

Við hvetjum alla til að kynna sér vinnu og verkefni Joe La Bousille, þó ekki sé nema til að dást að þeim. Svo er auðvitað alltaf góð hugmynd að skella sér til Frakklands í tattoo*:

Facebook síða Joe La Bousille

Instagram síða Joe La Bousille

*Ef þið komist ekki til Frakklands þá mælum við með Sindra á Íslenzku Húðflúrstofunni sem er mikill snillingur!