TSG öryggispakkar

Öryggi skiptir okkur máli hjá Regular, ekki síst þegar kemur að unga fólkinu. Þess vegna bjóðum við upp á hágæða vörur frá TSG á frábærum verðum – það er sennilega erfiðara að finna betri gæði miðað við verð á markaðnum!

Til að gera enn betur þá bjóðum við upp á afslátt þegar hjálmar og öryggishlífar eru keypt saman.

Ef þú stimplar inn afsláttarkóðann „oryggispakki“ í körfunni þá reiknast sjálfkrafa 5% afsláttur af öllum hjálmum og öryggishlífum sem eru í körfunni.

ATH!
– Það þurfa að vera bæði hjálmar OG öryggishlífar í körfunni svo kóðinn virki.
– Þetta má vera blanda af hvaða hjálmum og hvaða öryggishlífum sem er.
– Kóðinn virkar ekki á aðrar vörur í körfunni.

Ef þú átt fullt af börnum og ert bara að kaupa hjálma eða bara öryggishlífar (ekki bæði í einu sem sagt) á fleiri en eitt barn þá er velkomið að hafa samband við okkur og við finnum eitthvað gott út úr því. Við viljum bara að þessi blessuðu börn séu örugg! 🙂

Vöruflokkar: , , Merki:

Meira um vöruna

TSG er svissneskt fyrirtæki sem framleiðir hjálma og hlífðarbúnað fyrir allar helstu jaðaríþróttir.

TSG fæddist árið 1988 og frumsýndi stuttu síðar fyrstu vöruna sína sem voru öryggishlífar fyrir hjólabrettafólk. Stuttu síðar kom svo fyrsti hjólabrettahjálmurinn og með tímanum færði fyrirtækið út kvíarnar og fór að framleiða vörulínur fyrir allskonar jaðaríþróttir og hjólreiðar.

Núna rúmum 30 árum síðar eru þau enn á fullu og ennþá stjórnað af jaðaríþróttafólki – fólki sem þekkir hvað þarf og notar vörurnar sjálft á hverjum degi.

Sviss og öryggi – hljómar vel í okkar eyru!