TSG Nipper Maxi 51-54 cm.
TSG Nipper Maxi hjálmur fyrir börn með höfuðstærð 51-54 cm.
Hjálmurinn er svartmattur og flottur með lógói TSG að framan og aftan. Það er endurskin í allri ólinni og auk þess fylgja 2 flottir endurskinslímmiðar með til að líma á hjálminn.
Best er að mæla ummál höfuðs til að sjá hvort stærðin er rétt. Hjálminum fylgja 3 mismunandi innlegg svo notandinn geti aðlagað hann sem best að sér eftir höfuðstærð.
Fyrir minni hjálm er best að skoða „Nipper Mini“ sem er 48-51 cm. en fyrir stærri hjálm er það „Evolution“ sem kemur í nokkrum stærri stærðum.
CE EN 1078 vottaður sem bæði bretta- og hjólahjálmur í Evrópu.
8.990 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
TSG er svissneskt fyrirtæki sem framleiðir hjálma og hlífðarbúnað fyrir allar helstu jaðaríþróttir.
TSG fæddist árið 1988 og frumsýndi stuttu síðar fyrstu vöruna sína sem voru öryggishlífar fyrir hjólabrettafólk. Stuttu síðar kom svo fyrsti hjólabrettahjálmurinn og með tímanum færði fyrirtækið út kvíarnar og fór að framleiða vörulínur fyrir allskonar jaðaríþróttir og hjólreiðar.
Núna rúmum 30 árum síðar eru þau enn á fullu og ennþá stjórnað af jaðaríþróttafólki – fólki sem þekkir hvað þarf og notar vörurnar sjálft á hverjum degi.
Sviss og öryggi – hljómar vel í okkar eyru!