Out of stock

TSG hlífar fyrir börn 2-5 ára

Þetta eru ekki dótahlífar heldur eru hér á ferðinni alvöru öryggishlífar fyrir yngstu börnin. Framleiddar af fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisvörum fyrir jaðaríþróttafólk.

Sett sem verndar olnboga, úlnliði og hné.

Stærðin er ætluð börnum á bilinu 2 – 5 ára en það er hægt er að miða við neðangreindar mælingar til að sjá hvort þær passi vel eða hvort það borgi sig að skoða frekar „Small“ stærðina í venjulegu TSG hlífunum sem eru ætlaðar fyrir ca. 6 ára og upp úr.


Olnbogahlíf
Upphandleggur 20-23 cm. (ummál)
Framhandleggur 18-20 cm. (ummál)
Hnéhlíf
Læri rétt ofan við hné 26-30 cm. (ummál)
Kálfi rétt neðan við hné 23-28 cm. (ummál)
Úlnliðshlíf
Ummál yfir hnúa með opna hendi 14-17 cm.


ATH! Hlífarnar eru þannig gerðar að hægt er að nota olnbogahlífarnar sem hnéhlífar fyrir þau allra minnstu á meðan þau byrja. Svo geta þau notað allt settið þegar þau eldast.

Hlífarnar eru vottaðar í Evrópu EN 14120:2003+A1:2007, LEVEL 1

Vöruflokkur: Merki:

7.990 kr.

Vara uppseld

Meira um vöruna

TSG er svissneskt fyrirtæki sem framleiðir hjálma og hlífðarbúnað fyrir allar helstu jaðaríþróttir.

TSG fæddist árið 1988 og frumsýndi stuttu síðar fyrstu vöruna sína sem voru öryggishlífar fyrir hjólabrettafólk. Stuttu síðar kom svo fyrsti hjólabrettahjálmurinn og með tímanum færði fyrirtækið út kvíarnar og fór að framleiða vörulínur fyrir allskonar jaðaríþróttir og hjólreiðar.

Núna rúmum 30 árum síðar eru þau enn á fullu og ennþá stjórnað af jaðaríþróttafólki – fólki sem þekkir hvað þarf og notar vörurnar sjálft á hverjum degi.

Sviss og öryggi – hljómar vel í okkar eyru!