Sour kælitaska
Það er fátt jafn pirrandi og það að gleyma sér í geggjuðu skeit sessjón og uppgötva svo að drykkirnir sem maður kom með eru orðnir heitir og ógeðslegir!
En engar áhyggjur, Sour ákvað að redda málinu með þessari flottu kælitösku svo ÞÚ þurfir aldrei aftur að drekka moðvolgan ógeðisdrykk.
Taskan er góð en samt nett og meðfærileg. Hún er með einu stóru kælihólfi og svo með öðru aðskildu minna kælihólfi í lokinu. Þá eru tveir vasar á framhlið töskunnar og þrír litlir netavasar á bakhliðinni. Hægt er að halda á töskunni með handfangi á lokinu eða nota axlaól sem fylgir.
Stærð: 26 x 16 x 20 cm. (B x D x H)
Sour er steikt í Evrópu og er einfaldlega ferskasta merkið í dag!
3.990 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
Barcelona er hjólabrettahöfuðborg Evrópu. Sour Solution á einmitt rætur sínar að rekja þangað þrátt fyrir að vera í eigu og rekið af Skandinövum (þú veist, fólki frá Skandinavíu). Þeir stofnuðu Sour eftir að hafa verið hjá Sweet Skateboards um árabil en hætt þar eftir ýmsar áherslu- og stjórnendabreytingar sem þeim hugnaðist ekki. Sniðugt nafn líka, súrt og sætt skilurðu 🙂
Allavega, Sour er einmitt með flotta búð í Barcelona svo það er um að gera að heimsækja þau þegar þú ert á ferðinni. Heimilisfangið er Calle Teodor Bonaplata 3, 08004, Poble Sec, Barcelona. Skilið kveðju frá Regular!
Sour framleiðir fyrst og fremst brettaplötur, en líka fatnað og ýmsa auka- og fylgihluti. Allt framleitt í Evrópu.
Við erum stolt af því að vera samstarfsaðili Sour.