Vara uppseld

Sour Hipster Camo mittistaska

Góð mittistaska með „camo“ munsti og að sjálfsögðu með rétta merkinu framan á.

Er úr þykku og góðu nælonefni sem verndar frá veðri og vindum og endist og endist. Stór vasi að framan og annar lítill að aftan. Sterk ól með góðri klemmu.

Sour er steikt í Evrópu og er einfaldlega ferskasta merkið í dag!

Vöruflokkur: Merki:

3.990 kr.

Vara uppseld

Meira um vöruna

Barcelona er hjólabrettahöfuðborg Evrópu. Sour Solution á einmitt rætur sínar að rekja þangað þrátt fyrir að vera í eigu og rekið af Skandinövum (þú veist, fólki frá Skandinavíu). Þeir stofnuðu Sour eftir að hafa verið hjá Sweet Skateboards um árabil en hætt þar eftir ýmsar áherslu- og stjórnendabreytingar sem þeim hugnaðist ekki. Sniðugt nafn líka, súrt og sætt skilurðu 🙂

Allavega, Sour er einmitt með flotta búð í Barcelona svo það er um að gera að heimsækja þau þegar þú ert á ferðinni. Heimilisfangið er Calle Teodor Bonaplata 3, 08004, Poble Sec, Barcelona. Skilið kveðju frá Regular!

Sour framleiðir fyrst og fremst brettaplötur, en líka fatnað og ýmsa auka- og fylgihluti. Allt framleitt í Evrópu.

Við erum stolt af því að vera samstarfsaðili Sour.