Fá tilboð í sérsamsett bretti
Viltu taka hlutina skrefi lengra!?
Að koma sér upp alvöru bretti frá grunni getur verið dýrt. Því bjóðum við upp á þá þjónustu að setja sérstaklega saman bretti þar sem við veljum gæða íhluti úr búðinni okkar og búum til hörku bretti sem atvinnuskeitarar væru stoltir af að renna sér á, á lægra verði. Hægt er að koma með séróskir um ákveðnar plötur, dekk og svo framvegis.
Hentar vel fyrir þá sem hafa verið á byrjendabretti en vilja taka næsta skref, eða bara sem gjöf fyrir skeitarann í þínu lífi!
Við gerum tilboð í hvert bretti, en gera má ráð fyrir að kostnaður verði á bilinu 28-34.000 kr. Hafðu samband á regular@regular.is eða Facebook Messenger og við græjum þetta saman.
Hægt er að fræðast nánar um samsett bretti og hvaða stærðum við mælum með í fræðslunni hjá okkur.