Vara uppseld

Powell-Peralta Winged Ripper 8.00″

Töff bretti frá Powell-Peralta sem er eitt elsta og þekktasta hjólabrettamerki í heiminum.

Grafíkin á þessu bretti er sögufræg útgáfa af „Ripper“ beinagrindinni sem hefur verið merki Powell-Peralta í áratugi.

Hægt er að fræðast nánar um samsett bretti og hvaða stærðum við mælum með í fræðslunni hjá okkur.

Kemur fullsamsett svo það er hægt að byrja að renna sér strax!

Stærð 8,00″ breitt og 31,45″ langt með 14,0″ hjólhafi
Öxlar Mini-Logo Black 8,00″ með millistífum fóðringum
Dekk 53 mm. 101a (góð alhliða dekk í harðari kantinum)
Legur Mini-Logo
Plata 7 laga gult birki

Vöruflokkur: Merki:

18.490 kr.

Vara uppseld

Meira um vöruna

Powell-Peralta er eitt stærsta og elsta hjólabrettamerki í heiminum sem ásamt Powell-Peralta framleiðir Mini-Logo, Bones og fleiri þekkt merki. Það var stofnað árið 1978 af George Powell og Stacy Peralta sem eru í dag nöfn á meðal þeirra þekktustu í hjólabrettasögunni. Fyrirtækið náði flugi á níunda áratugnum þegar hjólabrettagreinin var á miklu skriði og hélt meðal annars úti hinu þekkta „Bones Brigade“ teymi sem var samansett af sumum bestu hjólabrettaköppum þess tíma. Síðan þá hefur sagan verið farsæl og fyrirtækið staðið fyrir framleiðslu á klassískum hjólabrettavörum en á sama tíma kynnt sumar helstu tækninýjungar sem hafa rutt sér til rúms í hjólabrettaheiminum – t.d. með sterku „Flight“ brettunum sínum.