OBT stuðningshlíf olnboga

Erfiður dagur á brettinu, eða á hjólinu, í golfinu eða badminton?

Frábær stuðningshlíf frá Old Bones Therapy sem gefur þéttan stuðning fyrir olnbogann. Tveir sílikonpúðar eru auk þess saumaðir innan í hlífarnar og gefa aukinn stuðning þar sem á þarf að halda á framhandlegg.

Það er gott að miða við neðangreindar mælingar til að sjá hvaða stærð hentar.

Mælt utan um upphandlegg 7,5 cm. ofan við olnbogann (sjá skýringarmynd):
– M minna en 33 cm.
– L meira en 33 cm.

Vöruflokkur: Merki:

3.980 kr.

Meira um vöruna

Old Bones Therapy var stofnað af og er í eigu Brandon Fields sem er skeitari, verkfræðingur og frumkvöðull. Hann var kominn með leið á að finna hvergi almennilegar stuðningsvörur eftir áratuga hjólabrettaiðkun og ákvað því að taka málin í sínar eigin hendur. Í dag býður Old Bones upp á breiða línu af stuðningvörum og hlífum, margar hverjar með möguleika á kælingu með kælipokum.

Við erum ekki 14 ára endalaust og þörfin fyrir að styðja og kæla verður sífellt meiri svo við getum haldið áfram að gera okkar. Vörurnar henta öllum þeim sem hreyfa sig og neita að láta smá eymsli stoppa sig – þess vegna eru einkunnarorð Old Bones „Keep Ruling!“

Frekari leiðbeiningar

Stærð

Medium, Large