Vara uppseld

OBT stuðningshlíf m/ kælingu fyrir bak

Vegleg stuðningshlíf fyrir bak með 2 kælipokum inniföldum.

Hlífin vefst þétt utan um mittið og inni í henni er sérstakur vasi þar sem er hægt að koma kælipokanum fyrir. Þannig helst kælingin á sínum stað ákkúrat þar sem þú vilt hafa hana en þú getur samt verið á ferðinni á meðan. Það er þó ekki nauðsynlegt að nota kælipokann og hægt að nota hlífina án hans.

Hentar öllum þeim sem þurfa stuðning við og/eða kæla bak, sama hvort það er létt kæling eftir hreyfingu eða almenn eymsli.

Kælipokana má einnig hita til að nota sem hitapoka. Að sjálfsögðu er svo hægt er að nota pokana án hlífarinnar til að kæla eða hita önnur svæði líkamans.

Til að velja hentuga stærð er best að mæla ummál mittis við nafla:
M fyrir ummál 68-86 cm.
L fyrir ummál 86-109 cm.
XL fyrir ummál 109-127 cm.

Vöruflokkur: Merki:

8.990 kr.

Meira um vöruna

Old Bones Therapy var stofnað af og er í eigu Brandon Fields sem er skeitari, verkfræðingur og frumkvöðull. Hann var kominn með leið á að finna hvergi almennilegar stuðningsvörur eftir áratuga hjólabrettaiðkun og ákvað því að taka málin í sínar eigin hendur. Í dag býður Old Bones upp á breiða línu af stuðningvörum og hlífum, margar hverjar með möguleika á kælingu með kælipokum.

Við erum ekki 14 ára endalaust og þörfin fyrir að styðja og kæla verður sífellt meiri svo við getum haldið áfram að gera okkar. Vörurnar henta öllum þeim sem hreyfa sig og neita að láta smá eymsli stoppa sig – þess vegna eru einkunnarorð Old Bones „Keep Ruling!“

Frekari leiðbeiningar

Stærð

Medium, Large, X-Large