Out of stock

OBT hita- og kælipokar (2 stk.)

Eftir erfiða hreyfingu (eða hressilega byltu) getur verið gott og jafnvel nauðsynlegt að kæla ákveðin svæði. Nú, eða hita sig aftur í gang daginn eftir!

Frábærir pokar frá Old Bones Therapy sem má bæði kæla og hita eftir þörfum. Pokarnir eru 28 x 17 cm. að stærð og nánast flatir og því hannaðir þannig að þeir nái sem mestum snertifleti við svæðið sem er verið að kæla/hita.

Pokarnir eru 2 saman í pakka og koma í flottum nælonpoka sem er gott að geyma þá í þegar þeir eru ekki notkun eða til að taka með í ferðalagið.

Notkunarleiðbeiningar:
– Fyrir hita er best að stinga þeim í örbylgjuofninn í u.þ.b. 45 sekúndur og hnoða þá svo til að dreifa hitanum vel.
– Fyrir kælingu er best að geyma þá í ísskáp svo þeir séu alltaf tilbúnir til notkunar. Það getur verið næg kæling ein og sér en einnig er hægt að stinga þeim aukalega í frystinn í 15-30 mín. fyrir notkun fyrir enn meiri kælingu. Ef pokarnir eru við stofuhita er gott að setja þá í frystinn í 1-2 klukkutíma.

Vöruflokkur: Merki:

3.990 kr.

Vara uppseld

Meira um vöruna

Old Bones Therapy var stofnað af og er í eigu Brandon Fields sem er skeitari, verkfræðingur og frumkvöðull. Hann var kominn með leið á að finna hvergi almennilegar stuðningsvörur eftir áratuga hjólabrettaiðkun og ákvað því að taka málin í sínar eigin hendur. Í dag býður Old Bones upp á breiða línu af stuðningvörum og hlífum, margar hverjar með möguleika á kælingu með kælipokum.

Við erum ekki 14 ára endalaust og þörfin fyrir að styðja og kæla verður sífellt meiri svo við getum haldið áfram að gera okkar. Vörurnar henta öllum þeim sem hreyfa sig og neita að láta smá eymsli stoppa sig – þess vegna eru einkunnarorð Old Bones „Keep Ruling!“