Mini Logo Detonator hvítt 8,0″
Gott samsett bretti sem hentar öllum. Hvítt bretti með engu nema Mini-Logo merkinu undir öðru afturdekkinu. Það er því um að gera að sleppa sköpunargáfunni lausri og skreyta brettið með límmiðum, litum, spreyi eða hverju sem er!
Hægt er að fræðast nánar um samsett bretti og hvaða stærðum við mælum með í fræðslunni hjá okkur.
Kemur fullsamsett svo það er hægt að byrja að renna sér strax!
Stærð 8,0″ breitt og 31,45″ langt með 14″ hjólhafi
Öxlar Mini-Logo Raw 8,2″ með millistífum fóðringum
Dekk 53 mm. 101a (góð alhliða dekk í harðari kantinum)
Legur Mini-Logo
Plata 7 laga gult birki
16.890 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
Mini-Logo er hluti af SkateOne samstæðunni sem á og framleiðir m.a. Powell-Peralta og öll Bones merkin. Mini-Logo er hagkvæmi armur samsteypunnar og býður upp á vörur á lægra verði. Það þýðir þó ekki að eitthvað sé gefið eftir í gæðum því vörurnar eru framleiddar eftir ströngum gæðastöðlum og sem dæmi þá eru Mini-Logo brettaplöturnar lagaðar eftir sömu mótum og Powell-Peralta plöturnar hafa verið mótaðar eftir til fjölda ára. Mini-Logo öxlarnir eru þar að auki einu öxlarnir sem SkateOne framleiðir og það segir allt um gæði þeirra.
Mini-Logo eru frábærar vörur á geggjuðu verði og það verður enginn svikinn af þeim!