DGK General
Hágæða sandpappír frá DGK sem gerir brettið öðruvísi en hjá öllum hinum.
Stærð 9″ x 33″ og passar því á flestar venjulegar brettaplötur.
2.490 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
DGK stendur fyrir „Dirty Ghetto Kids“ og er hugarfóstur eins besta götuskeitara í heimi Stevie Williams. Hann ólst upp í Philadelphia í Bandaríkjunum og eins og margir skeitarar þar þá lagði hann oft ferð sína í LOVE garðinn sem er í raun torg þar sem eru kjöraðstæður til að skeita. Það voru hins vegar ekki allir sáttir við að hafa garðinn fullan af skeiturunum og fátæku krakkarnir sem voru þar, eins og Stevie Williams, voru stundum kallaðir „Dirty Ghetto Kids“. Stevie notaði það bara sem hvatningu til að komast áfram í lífinu og viti menn, hann varð atvinnuskeitari, stofnaði DGK og er núna moldríkur. Góð leið til að gefa þeim sem kölluðu hann skítugt fátækrabarna stórt F$%# YOU!