Bones Speed Cream
Það er nauðsynlegt að hugsa vel um legurnar sínar, sem þýðir að öðru hvoru þarf að taka þær úr dekkjunum, opna þær, hreinsa skít og drullu úr þeim og smyrja svo með hágæða smurefni. Best er að nota smurefni sem er sérstaklega ætlað fyrir hjólabrettalegur.
Ekki leita lengra, því hér er komið hágæða smurefni frá Bones sem hægt er að nota á allar legur. Ef Bones kann þetta þetta ekki, þá kann það enginn!
Haltu þér rúllandi með Speed Cream…. eða hraðakremi á góðri íslensku!! 🙂
Skoðaðu allt um legur í fræðslunni okkar.
2.000 kr.
Vara uppseld
Meira um vöruna
Bones er hluti af SkateOne samstæðunni sem á og framleiðir m.a. Powell-Peralta, Mini-Logo, Bones Bearings og fleiri heimsþekkt hjólabrettamerki.