ACE stuðpúðar 1/16″

Stuðpúðar frá ACE sem passa undir flesta öxla.

Það eiga allir að vera með stuðpúða. Þeir eru örþunnir og eru fyrst og fremst ætlaðir til að búa til örlitla mýkt á milli öxulsins og brettaplötunnar, svo höggin og álagið á brettaplötuna minnki. Þeir fara því betur með plötuna, hún endist lengur og líkurnar á að hún brotni minnka verulega.

Stuðpúðar – bjarga brettinu OG búa til meira stuð! 🙂

Þykkt 1/16″ (um það bil 1,6 mm.).

Koma í settum (2 í pakka).

Vöruflokkur: Merki:

890 kr.

Varan er til á lager

Meira um vöruna

Ace Trucks var stofnað af Joey Tershay og Steve Ruge árið 2006 en þeir eru báðir hoknir af reynslu innan hjólabrettagreinarinnar. Eina markmiðið var að búa til hágæða öxla fyrir skeitara og það hefur skilað sér í því að margir af bestu og frægustu hjólabrettaköppum heims nota Ace öxla í dag.