ACE AF1 verkfæri

Sennilega besta og nettasta skeitverkfærið á markaðnum í dag!

Þetta verkfæri gerir allt sem þarf að gera á hjólabretti. Það passar á allar skrúfur og rær á hjólabretti og er búið til úr hágæða stáli.

Því til viðbótar eru innbyggðir endurþræðarar (e. re-threaders) sem geta lagað skrúfganginn á bæði kingpin skrúfunni og á öxulendunum, en við notkun geta skrúfgangarnir á þessum hlutum skemmst.

Að lokum þá er hægt að taka verkfærið í sundur og pakka því saman í einn lítinn hólk, þannig að nú er ekkert mál að vera með skeitverkfærið í vasanum hvert sem þú ferð.

‘Nuff said!

Vöruflokkur: Merki:

4.490 kr.

Varan er til á lager

Meira um vöruna

Ace Trucks var stofnað af Joey Tershay og Steve Ruge árið 2006 en þeir eru báðir hoknir af reynslu innan hjólabrettagreinarinnar. Eina markmiðið var að búa til hágæða öxla fyrir skeitara og það hefur skilað sér í því að margir af bestu og frægustu hjólabrettaköppum heims nota Ace öxla í dag.