’93 til – ljósmyndabók

This is how we chill….. from ’93 til

Sjúklega flott ljósmyndabók frá Pete Thompson sem er einn þekktasti hjólabrettaljósmyndari heims.

Fókus bókarinnar er á tíunda áratug síðustu aldar, oft kallað gullaldartímabil hjólabrettisins, en nær þó einnig til áratuganna fyrir og eftir. Fyrir utan ljósmyndirnar eru tilvitnanir og stuttar frásagnir í tengslum við myndirnar frá þekktum brettaköppum eins og Tony Hawk, Arto Saari, Jamie Thomas, Guy Mariano, Nyjah Huston, Geoff Rowley, Stevie Williams og fleirum.

Það er einmitt melurinn Stevie Williams sem prýðir forsíðuna. Alvöru nagli sem stofnaði Dirty Ghetto Kids (DGK) skateboards á sínum tíma.

Vegleg 230 blaðsíðna harðspjaldabók í stærðinni 30,5 x 23,4 cm.

Geggjað stofustáss, flott í bókahilluna eða á stofuborðið og hin fullkomna gjöf fyrir skeitarann.

Vöruflokkur:

8.990 kr.

Varan er til á lager