Ný námskeið hefjast hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur er kominn aftur á kreik eftir ágætis hlé. Mikið verður um námskeið í sumar, bæði í Reykjavík og úti á landi en fyrsta námskeiðið fyrir krakka hefst laugardaginn 8. maí næstkomandi og er skráning hafin.

Það er ánægjulegt að segja frá því að Regular.is og Hjólabrettaskóli Reykjavíkur eru í samstarfi og vinna saman að framgangi hjólabrettagreinarinnar á Íslandi. Við ætlum því að gefa öllum þeim sem skrá sig á námskeið hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur 12% afslátt af öllum vörum hjá Regular.is. Nánari upplýsingar verða sendar þátttakendum við skráningu.

Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna en skipt verður í hópa eftir getu. Líkt og á fyrri námskeiðum er það einn af eigendum skólans, Steinar Fjeldsted, sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis og verið viðloðandi brettanámskeið í um fimmtán ár. Honum til halds og traust verður hjólabrettakappinn Dagur Örn og Alex Darri en þeir hafa einnig kennt á hjólabretti í nokkur ár með afar góðum árangri.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. að ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt sé nefnt. En fyrir þá sem eru lengra komnir verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og jafn vel 360 flip svo fátt eitt sé nefnt! Á námskeiðinu er hjálmaskylda en einnig eru allir hvattir til að koma með þær hlífar sem viðkomandi hefur tök á, t.d. hné- og olnbogahlífar. Gott er að eiga hjólabretti en einnig eru nokkur lánsbretti sem hægt er að fá lánað.

Námskeiðin fara fram í inniaðstöðu skólans og á úti hjólabrettasvæðinu á bakvið Fífuna í Kópavogi ef veður leyfir og. Námskeiðin byrja kl 10:30 og standa til kl 12:00 og eru í fjögur skipti, fjóra laugardaga í röð. Námskeiðið er ætlað aldrinum 5 – 12 ára (þó ekki fastmótað) og kostar 12.900 kr. Skráning fer fram á hjolabrettaskoli@gmail.com eða í síma 768-8606, nafn og kennitala barns þarf að fylgja skráningu sem og nafn og símanúmer forráðamanns. 

Námskeiðin eru mjög fljót að fyllast, fyrstur skráir fyrstur fær!

Hjólabrettaskóla Reykjavíkur á Instagram og Facebook

Regular.is á Instagram og Facebook